Málþóf þar til forsetinn kemur

Frá fundi atvinnuveganefndar Alþingis.
Frá fundi atvinnuveganefndar Alþingis. mbl.is/Styrmir Kári

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis hafi ákveðið að taka frumvarp um lækkun veiðigjalds úr nefnd í morgun. Málið muni því eflaust fara í dag eða á morgun í aðra umræðu.

„Píratar munu því þæfa málið eins og þeir þurfa til að skapa svigrúm fyrir forseta Íslands að koma heim frá Þýskalandi og taka við málskotsréttinum úr höndum stjórnarliða sem hafa hann meðan forsetinn er erlendis,“ segir Jón Þór.

Á bloggsíðu hans má sjá bréf sem hann sendi forsetanum í morgun í tengslum við veiðigjaldamálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert