54,7% ætla aðeins að ferðast innanlands

MMR kannaði á tímabilinu 13. til 19. júní hvort Íslendingar ætluðu að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu. Litlar breytingar reyndust á ferðaætlunum Íslendinga frá því árið áður. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 54,7% eingöngu ætla að ferðast á Íslandi í sumarfríinu nú borið saman við 52,8% í júní 2012.

Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 28,1% ætla að ferðast bæði innan- og utanlands í sumarfríinu borið saman við 27,3% í júní 2012, 7,1% sögðust eingöngu ætla að ferðast utanlands borið saman við 7,1% í júní 2012 og 10,1% sögðust ekki ætla að ferðast neitt í sumarfríinu borið saman við 11,9% í júní 2012.

Spurt var: Ætlar þú að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu? Svarmöguleikar voru: Já, innanlands, Já, utanlands, Já, bæði innanlands og utanlands, Nei, ætla ekki að ferðast neitt og Veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 95,8% afstöðu til spurningarinnar
 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1014 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 13. til 19. júní 2013

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert