Íslandsmótið í sjósundi í Nauthólsvík

Fimmtudaginn 18. júlí verður hið árlega Íslandsmót í sjósundi haldið í Nauthólsvík. Eins og síðustu ár eru það Coldwater ásamt Sundsambandi Íslands sem halda mótið í samvinnu við Securitas, sem hefur verið styrktaraðili mótsins síðustu 5 árin. Keppt verður í tveimur vegalengdum, 1 km og 3 km og eru iðkendur sjósunds sem og aðrir sundmenn hvattir til að mæta og taka þátt, segir í tilkynningu.

Mótið byrjar kl 17:00, nánari upplýsingar um mótið og skráningu er að finna á  nýrri og bættri heimasíðu sjokapp.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert