Manntalið frá 1703 hluti af Minni heimsins

Samkvæmt manntalinu 1703 voru Íslendingar þá 50.358 talsins. Þeir voru …
Samkvæmt manntalinu 1703 voru Íslendingar þá 50.358 talsins. Þeir voru 321.857 1. janúar 2013. mbl.is

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur samþykkt umsókn Þjóðskjalasafns Íslands um að setja fyrsta manntalið sem tekið var á Íslandi, árið 1703, á lista Sameinuðu þjóðanna yfir Minni heimsins (Memory of the World).

Í tilkynningu frá Þjóðskjalasafninu segir að þetta séu stórkostleg tíðindi og kærkomin viðurkenning á sérstöðu og mikilvægi þessrar einstöku heimildar.

„Sérstaða manntalsins 1703 er að það er elsta manntal í heiminum sem varðveist hefur og nær til allra íbúa í heilu landi þar sem getið er nafns, aldurs og þjóðfélags- eða atvinnustöðu allra þegnanna. Þessar upplýsingar gera það kleift að greina samfélagsgerð og fjölskyldugerð hér á landi á traustari grunni og af meiri nákvæmni en annars staðar er hægt. Þá er manntalið varðveitt í heild sinni og eykur það gildi þess. Auk þess var skipulagning manntalstökunnar og framkvæmd talningarinnar mikið afrek,“ segir ennfremur í tilkynningu safnsins.

„Ákvörðun um töku manntalsins var sprottin af slæmu efnahagsástandi á Íslandi á 17. öld og stöðugum harðindum í lok aldarinnar. Vegna þessa voru þeir Árni Magnússon prófessor og Páll Vídalín varalögmaður valdir til þess að rannsaka hag landsins og gera tillögur til úrbóta. Meðal verka í þeirri rannsókn var að láta skrá og telja alla landsmenn,“ segir um manntalið. Manntalið þótti óvenjulegt tiltæki og vakti mikla athygli meðal landsmanna og var veturinn 1702-1703 nefndur manntalsvetur.

Á vef Hagstofunnar má sjá að samkvæmt manntalinu 1703 voru Íslendingar þá 50.358 talsins. Þeir voru 321.857 1. janúar 2013.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert