Hringdi stöðugt í Neyðarlínuna

Um klukkan hálf fjögur í nótt fóru lögreglumenn í Kópavogi að heimili manns sem hringdi stöðugt í Neyðarlínuna. Farsími var tekinn af manninum svo og heimasími.

Manninum hugnaðist ekki þessi afskipti lögreglu og veittist að lögreglumönnum með hníf og þurfti að nota varnarúða til þess að yfirbuga manninn. Hann var því næst fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann var vistaður í fangageymslu og verður hann yfirheyrður síðar í dag þegar af honum verður runnið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert