Áfram ráðherraábyrgð án Landsdóms

Kristján Þór segist fagna yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar um að Landsdómur …
Kristján Þór segist fagna yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar um að Landsdómur skuli lagður niður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég fagna þessari yfirlýsingu í ljósi þess hvernig Landsdómur var misnotaður til pólitískra ofsókna á síðasta kjörtímabili,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um fyrirætlanir Bjarna Benediktssonar um að leggja niður Landsdóm.

Kristján Þór segir Landsdóm ekki eiga rétt á sér. „Ekki miðað við hvernig honum var beitt á kjörtímabilinu. Ef menn ætla að hafa þetta fyrirkomulag áfram þá held ég að menn verði að minnsta kosti að búa regluverkið þannig að lögin um hann bjóði ekki upp á slíkt pólitískt ofbeldi sem landsmenn urðu vitni að á kjörtímabilinu.“

Kristján Þór segir þó að það sé „klárt mál“ að einhver löggjöf þurfi að vera um ráðherraábyrgð.

Hann segir frekar eiga að afnema lögin um Landsdóm heldur en að breyta þeim. „Ég held að það eigi að leggja lögin af í núverandi mynd. En ef menn komast að niðurstöðu um það að við verðum að hafa eitthvert slíkt dómstig þá sníðum við þann lagaramma bara til.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert