Aldrei fleiri bíla-leigubílar hér á landi

Bílaleigur og bílaleigubílar hafa aldrei verið fleiri.
Bílaleigur og bílaleigubílar hafa aldrei verið fleiri. mbl.is/Ómar

„Það er mikil aukning í þessu og það er alltaf nóg að gera,“ segir Valdís Eiríksdóttir, sem sér um starfsleyfi bílaleigubíla hjá Samgöngustofu.

Nú eru 12.198 bílaleigubifreiðar á Íslandi og þar af eru 3.092 sem voru nýskráðar árið 2013. Aldrei áður hafa jafn margir bílaleigubílar verið á götum landsins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Erlendir ferðamenn greiddu í maí 554 millj. kr. með kortum sínum fyrir bílaleigubíla hér á landi skv. tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Þetta er fjórðungi hærri upphæð en í maí í fyrra.

Bílaleigum fjölgar einnig ört hér á landi, en alls eru 140 aðilar með starfsleyfi í dag. Aldrei áður hafa jafn margar bílaleigur verið með starfsleyfi hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert