Svartsýnn á synjun forseta

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er ekki bjartsýnn á að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísi lögum um lækkun veiðigjalda í þjóðaratkvæði. Þetta sagði hann í samtali við mbl.is að loknum fundi sem þingmenn Pírata áttu með forsetanum um málið í dag.

Jón Þór sagði að ástæðan fyrir því væri að ekki væri um að ræða að mati Ólafs grundvallarkerfisbreytingar. Spurður hvort forsetinn hafi sagt það berum orðum að hann ætlaði ekki að vísa lögunum í þjóðaratkvæði svaraði hann því neitandi en hann væri ekki vongóður um það.

Spurður að lokum hvort um vonbrigði væri að ræða sagði Jón Þór svo vera. Rúmlega 35 þúsund undirskriftir hafa safnast gegn lækkun veiðigjalds.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert