Búið að bjarga ferðamönnunum

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni. mbl.is/Siggeir

Björgunarsveitarmenn hafa nú komið ferðalöngunum sem voru í rútu sem festist í Hellisá á Lakaleið, til bjargar. Þeir eru allir komnir á þurrt. Er verið að þurrka þá og hlúa að þeim í Econoline bifreiðar björgunarsveitarinnar.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að ekkert ami að fólkinu en þau eru þó blaut og einhver voru skelkað eins og eðlilegt er. Einnig tókst með Ural fjalltrukk sveitarinnar að draga rútuna á þurrt en hún er ekki gangfær. Fólkið verður því flutt á bílum björgunarsveitarinnar Kyndils niður á Kirkjubæjarklaustur og mun ferðaskrifstofan þeirra taka við þeim þar. Reiknað er með að fólkið komi á Klaustur skömmu eftir hádegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert