iPadinn gagnlegur í guðsþjónustu

„Ég hef ekki prentað út ræðu frá því að fyrsti iPadinn kom á markað“, segir séra Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju, sem les allar sínar ræður af spjaldtölvu. Hann segir fólk almennt ekki kippa sér upp við það en þó sé kynslóðamunur á viðbrögðum fólks. 

Tækninýjungar eru ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar þjóðkirkjuna ber á góma en hann segir starfsmenn hennar þó marga hverja vera framsækna í þeima efnum. Mbl.is spjallaði við séra Pálma um tæknina og Facebook sem hann segist eiga erfitt með að nota þar sem samskiptavefurinn komi aftur og aftur upp í tengslum við sambandserfiðleika fólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert