Skattadagurinn í dag

Yfirlit SUS yfir útgjöld heimilanna. Skattar eru 51% útgjaldanna
Yfirlit SUS yfir útgjöld heimilanna. Skattar eru 51% útgjaldanna

Í tilkynningu frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna (SUS) segir að skattadagurinn sé í dag, sunnudaginn 7. júlí. Þann dag hætta Íslendingar að vinna fyrir hið opinbera og byrja að vinna fyrir sig sjálfa.

Almenningur er samkvæmt tilkynningu SUS nú meirihluta ársins (187 daga) að vinna fyrir hið opinbera, eða frá 1. janúar til og með 6. júlí. Um 51% útgjalda heimilanna eru skattar og opinber gjöld. Þetta er annað árið í röð sem SUS vekur athygli á skattadeginum, en í fyrra bar daginn upp á 9. júlí.

SUS hvetur skattgreiðendur til að hugleiða á þessum degi hvort að þessir gríðarlega háu skattar, sem þeir greiða, skili sér nægjanlega vel í þau verkefni sem eru nauðsynleg og þurfa á skattpeningum að halda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert