Vilja Ísland í ESB en ekki Tyrkland

AFP

Mikill meirihluti Finna styður aðild Íslands að Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir finnsku sjónvarpsstöðina MTV3. Hins vegar eru Finnar lítt spenntir fyrir því að önnur ríki fái aðild að sambandinu.

Fram kemur á fréttavefnum Yle.fi að 84% aðspurðra styðji aðild Íslands. Hins vegar eru 70% andvíg aðild Tyrklands að Evrópusambandinu en aðeins 20% hlynnt henni. Ennfremur vilja 45% ekki fá Makedóníu, Svartfjallaland og Serbíu í sambandið. Einungis 20% eru því hlynnt og önnur 20% styðja aðeins aðild sumra þessara landa. Skoðanakönnunin var gerð af fyrirtækinu Think If Laboratories og var úrtakið 1.760 manns. Vikmörkin eru 3%.

Frétt Yle.fi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert