Níu ára í tjaldi á hálendinu

Mynd úr safni
Mynd úr safni Rax / Ragnar Axelsson

„Við vorum að kanna ástand hálendisvega þegar við rákumst á þau,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökulþjóðgarðs, en á skoðunarferð sinni um svæðið ásamt björgunarsveitinni Ársól rakst hann á kanadíska fjölskyldu vera að tjalda á miklu sandfokssvæði. 

„Þau voru þarna þrjú, pabbinn og tvö börn sem voru um 9 og 14 ára gömul. Þau höfðu lagt af stað í göngu frá Nýjadal fjórum dögum áður. Við spjölluðum við þau og sáum að þau voru aðeins með eina vatnsflösku með sér, en meira en fimmtán kílómetrar í næsta vatnsból, þannig að við kipptum þeim með okkur,“ en hann segir feðginin hafa verið á leið í Öskju. 

Ástand hálendisveganna norðan Vatnajökuls er slæmt. Hjörleifur segir veg F910, sem liggur um svæðið ekki verða færan næstu tvær vikurnar, og Gæsavatnaleið sömuleiðis. Skoðunarferðin sem hann fór með björgunarsveitinni hafi sýnt það, en þeir þurftu að fara yfir marga stóra skafla á leiðinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert