Sigmundur veiddi stóran þorsk

Sigmundur Davíð veiddi þennan væna þorsk á sjóstangsveiðimótinu í Grímsey …
Sigmundur Davíð veiddi þennan væna þorsk á sjóstangsveiðimótinu í Grímsey í dag. Helga Fríður Garðarsdóttir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók þátt í sjóstangveiðimóti SjóAk í Grímsey í dag og landaði meðal annars þessum væna þorski.

Keppnin er nú haldin 15 árið í röð í Grímsey og er ávallt mikið að gerast á eyjunni þessa helgi. „Þetta er hálfgerð þjóðhátíð hjá okkur, hér er flaggað í hverju húsi og ægileg stemning alls staðar,“ segir Bjarni Gylfason, forsvarsmaður sjóstangveiðimótsins.

„Keppnin fer þannig fram að keppendur voru sendir út með bát klukkan sjö í morgun og komu svo til baka um klukkan 15. Þá er mældur heildarafli hjá hverjum og einum og stærsti fiskurinn af hverri tegund. Sigurvegarinn verður krýndur í kvöld á ballinu,“ segir Bjarni en alls tóku 46 manns þátt í keppninni. En keppnin gekk að hans sögn vel fyrir sig og allir keppendur búnir að landa sínum afla, þar á meðal Sigmundur Davíð.

„Hér er alveg glampandi sól og blíða, eins og best verður á kosið,“ segir Bjarni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert