Hlaupahátíð hófst af miklum krafti

Hlaupahátíð á Vestfjörðum hófst af miklum krafti klukkan fjögur í dag með keppni í 500 og 1.500 m sjósundi en alls voru 19 keppendur skráðir til leiks. Aðstæður til sjósunds voru góðar enda sjávarhiti rétt tæpar 9 gráður.

Með sanni má segja að Elena Dís Víðisdóttir hafi komið, synt og sigrað sjósundið í dag en hún átti hraðasta tíma allra keppenda bæði í 500 m og 1.500 m sundinu. Elena Dís er mikill íþróttamaður því auk þess að vera sterk skíðakona æfði hún áður sund í fjöldamörg ár. 

Þá tók hún t.a.m. þátt í Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fyrr á þessu ári sem haldin var í Rúmeníu.

Fimm keppendur í sjósundinu eru jafnframt að keppa í þríþraut helgarinnar, þ.e. 500 m sjósundi, 55 km fjallahjólreiðum og 21 km hlaupi. Keppendurnir Ásgeir Elíasson og Þóra Katrín Gunnarsdóttir leiða þríþrautina eftir þessa fyrstu keppnisgrein.

Vert er að geta þess að enn er hægt að skrá sig til leiks í Vesturgötunni, en keppni í fjallahjólreiðum fer fram á morgun og í hlaupi á sunnudaginn.

Klukkan 20 í kvöld hefst svo keppni í Óshlíðarhlaupi, en hlaupið er 21,1 km. Skömmu síðar eða klukkan 20.40 hefst svo 10 km hlaup. Er þetta í 21. skipti sem hlaupið er um gamla Óshlíðarveginn.

Úrslit í sjósundi dagsins eru því sem hér segir en jafnframt má finna öll úrslit hér.


Sjósund 500 m karlar

1. Gísli Kristjánsson, 00:08:22

2. Ásgeir Elíasson, 00:09:12

3. Sigurður Skarphéðinsson, 00:09:55

4. Ívar Trausti Jósafatsson, 00:11:22

5. Albert Högnason, 00:11:27

6. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, 00:16:17

 

Sjósund 500 m konur

1. Elena Dís Víðisdóttir, 00:08:15

2. Megan O‘Brien, 00:09:25

3. Ingibjörg Kristjánsdóttir, 00:10:43

4. Sif Huld Albertsdóttir, 00:11:04

5. Hildur Sigurðardóttir, 00:11:46

6. Sigrún Árnadóttir, 00:12:58

7. Þóra Katrín Gunnarsdóttir, 00:13:25

8. Sigríður Sigurðardóttir, 00:13:34

1.500 m sund karlar

1. Ásgeir Elíasson, 00:26:43

2. Benedikt Ólafsson, 00:29:15

3. Óskar E. Óskarsson, 00:35:04

1.500 m sund konur

1. Elena Dís Víðisdóttir, 00:24:57

2. Margrét Jóhanna Magnúsdóttir, 00:27:35

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert