Listaverk á Skólavörðustíg eyðilagt

Listaverk listamannsins Ásu Hauksdóttur sem er neðst á Skólavörðustígnum í Reykjavík, var eyðilegt í nótt. Verkið var hluti af sýningunni Undir berum himni sem stendur til 25. ágúst.

Verk Ásu heitir Uppspretta. Hún segir í samtali við mbl.is að lögreglan hafi komið á vettvang í morgun til að skoða verksummerki. Verkið er úr plexígleri og undir því voru fjórar þvagflöskur. Glerið var mölbrotið og tveimur flöskum stolið.

„Það hefur þurft þvílík átök til að brjóta þetta,“ segir Ása en verkinu var komið fyrir 25. maí. Hún segir að fjárhagslegt tjón nemi að minnsta kosti 100 þúsund krónum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert