Seljavallalaug í hópi þeirra bestu

Seljavallalaug.
Seljavallalaug. Mbl.is/Lára Halla.

Lesendur The Guardian í Bretlandi hafa kosið tíu bestu sundlaugar heims á vefsíðu blaðsins. Það vekur athygli að á listanum er að finna Seljavallalaug í Laugarárgili undir Eyjafjöllum.

Í umfjölluninni um laugina segir meðal annars að hún sé elsta jarðhitalaug landsins enda hlaðin árið 1927 og að hún hafi verið sú stærsta allt fram til ársins 1934. Einnig þykir lesendum The Guardian spennandi að hún hafi fyllst af ösku við eldgosið í Eyjafjallajökli. 

Góður félagsskapur á listanum

Flottasta laugin á listanum er sögð vera Ólympíusundlaugin í Sydney en af öðrum laugum á listanum má nefna sundlaugina Badeschiff í Berlín sem er staðsett í miðri á og sundlaugina í Wahiba-eyðimörkinni í Óman. 

Hér má sjá listann í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert