Ríkisbankinn dregur lappirnar

mbl.is/Kristinn

Viðskiptavinur Landsbankans, sem ræddi við Morgunblaðið í trausti nafnleyndar, segir bankann neita að endurreikna ólögmætt gengislán. Vegna þessa geti hann ekki losað sig við bíl sem hann keypti fyrir lánið.

Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður gætti hagsmuna Plastiðjunnar í máli fyrirtækisins gegn Landsbankanum þegar það vann mál fyrir Hæstarétti í maí. Hann telur að sá dómur geti haft fordæmisgildi í máli viðmælanda Morgunblaðsins.

„Plastiðjumálið er alveg skýrt og á grundvelli þess dóms ber Landsbankanum að leiðrétta fyrri endurútreikning bílalána. Landsbankinn hefur lýst því yfir ítrekað að Plastiðjumálið hafi víðtækt fordæmisgildi og að bankinn muni leiðrétta endurútreikning tugþúsunda lána í byrjun júlí á grundvelli þess dóms. Nú er langt liðið á júlí og eftir því sem ég best veit bólar ekkert á endurreikningi bílalána,“ segir Einar í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Töfin veldur tjóni

Þessi töf sé til þess fallin að valda viðskiptavinum bankans miklu tjóni. 

„Það sætir auðvitað furðu að ríkisbankinn skuli draga lappirnar í þessum efnum og mikilvægt að eftirlitsaðilar fylgist vel með framvindunni og hlutist til um að bankinn standi við yfirlýsingar sínar,“ segir Einar og bendir á að fram hafi komið hjá Landsbankanum að máli varði um 30.000 einstaklinga og lögaðila.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert