Veiðar ekki ástæðan fyrir fáum hrefnum

Hrefnuveiðiskipið Hrafnreyður KÓ.
Hrefnuveiðiskipið Hrafnreyður KÓ. Ljósmynd/Gunnar Bergmann Jónsson

Þorsteinn Þorbergsson, skipstjóri á Hrafnreyði KÓ 100, segir aðra þætti en hrefnuveiðar hafa áhrif á það hvað lítið sést til hrefnu.

Hörður Sigurbjarnarson, skipstjóri og eigandi Norðursiglingar, hélt því fram í Morgunblaðinu í gær að hrefnuveiðar væru meginorsök þess að lítið sæist til hrefnu norður af landi. „Rangt hefur verið farið með staðreyndir og það er mikilvægt að hin hlið málsins fái áheyrn en ljóst er að það eru ekki veiðarnar sem gera útslagið,“ segir Þorsteinn í Morgunblaðinu í dag.

„Engin hrefna hefur verið veidd fyrir utan Skjálfanda og aðeins örfáar í Eyjafirði eða alls um þrjár til fjórar. Ástæðan fyrir því að menn eru að sjá færri hrefnur nú en áður er fyrst og fremst vegna fæðuframboðs. Nú er kominn makríll á svæðið og dýrin hegða sér með öðrum hætti.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert