Rafræn fótspor á netinu

Ýmir segir að njósnirnar séu réttlættar í nafni þjóðaröryggis.
Ýmir segir að njósnirnar séu réttlættar í nafni þjóðaröryggis. mbl.is/Ernir

Einkalíf á Internetinu er svipað og í almenningsgarði sem er fullur af myndavélum. Á netinu þrífst fjöldi fyrirtækja sem hafa lifibrauð sitt af því að kortleggja hegðun fólks.

Þetta segir Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að þjónusta Facebook og fleiri fyrirtækja virki ókeypis fyrir notendur en sé það ekki vegna þess að hinn eiginlegi kostnaður notenda sé aðgangur að þeirra einkalífi. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því. Þriðju aðilar, eins og auglýsendur og aðilar bak við Facebook, leiki og síma-„öpp“ hafa oft svipaðan aðgang.“

Ýmir segir upplýsingarnar sem Edward Snowden greindi frá í síðasta mánuði staðfesta að framsal þessara upplýsinga sé gert með markvissum hætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert