Þvingunaraðgerðir ESB í uppsiglingu

Mynd úr safni
Mynd úr safni mbl.is/Ómar Óskarsson

Evrópusambandið er komið á fremsta hlunn með að hefja þvingunaraðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum vegna makríl- og síldarveiði landanna.

Aðgerðirnar eru til marks um aukna hörku í samskiptum sambandsins við Ísland, en íslensk stjórnvöld telja veiðarnar hvort tveggja nauðsynlegar fyrir efnahag landsins, auk þess að vera sjálfbærar. Evrópusambandið telur hins vegar að einhliða aukning makrílkvótans í 112.000 tonn muni leiða til ofveiði á stofninum.

Aðgerðirnar myndu fyrst og fremst felast í löndunar- og flutningsbanni á íslenskum makríl í löndum Evrópusambandsins.

Bretland, Írland, Spánn, Frakkland og Portúgal eru hlynnt aðgerðunum gegn löndunum. Því eru allar líkur taldar á að bannið verði samþykkt. 

The Independent greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert