Búið að veiða 75 langreyðar

Langreyður dregin á land í Hvalfirði.
Langreyður dregin á land í Hvalfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Búið er að veiða 75 langreyðar í sumar. Að sögn Gunnlaugs F. Gunnlaugssonar, stöðvarstjóra í Hvalstöðinni í Hvalfirði, er um mjög góða veiði að ræða.

Hann bendir þó á að nokkuð hafi verið um þoku og brælu síðustu vikur. „Það hefur verið þoka síðastliðinn hálfan mánuðinn og þar áður var svolítil bræla,“ segir Gunnlaugur sem bætir við að hvalveiðar sumarsins séu ekki hálfnaðar og hellingur sé eftir.

„Það er feikinóg að gera í Hvalstöðinni allan sólarhringinn,“ segir Gunnlaugur sem bendir jafnframt á að á milli 150 og 160 manns starfi við Hvalstöðina í heildina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert