Sögufræg hús fá loksins númer

Stjórnarráðið. öðru nafni Lækjargata 1.
Stjórnarráðið. öðru nafni Lækjargata 1. mbl.is/Hjörtur

Nýlega samþykkti borgarráð tillögur byggingarfulltrúa um að setja húsnúmar á sögufrægar byggingar í miðborg Reykjavíkur.

Stjórnarráðshúsið er nú tölusett sem Lækjargata 1, Menntaskólinn í Reykjavík fær númerið Lækjargata 5 og bókhlaðan Íþaka fær númerið 5A. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar sögufrægu byggingar fá opinbert húsnúmer, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Stjórnarráðið var byggt í kringum 1770 og það hefur gengið undir ýmsum nöfnum í gegnum tíðina t.d. Tukthúsið, Múrinn, Kóngsgarður, Stiftamtmannshús og landshöfðingjahús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert