Erum í hópi landa sem við viljum ekki bera okkur saman við

mbl.is/Þorkell

„Það er búið að skera það mikið niður í heilbrigðiskerfinu að það er ekki hægt að skera meira niður, það þarf að fara að byggja upp kerfið að nýju,“ segir Björn Zoëga forstjóri Landspítalans.

Hann segir þetta nauðsynlegt til að halda áfram að fá unga sérfræðinga til landsins eftir að hafa verið að vinna annars staðar. „Hlutfall af landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið hefur minnkað og þar erum við í hópi með mörgum ríkjum sem við höfum hingað til ekki viljað bera okkur saman við,“ segir Björn í umfjöllun um málefni heilbrigðisþjónustunnar í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta stefnir í óefni, því er ég sammála,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, um stöðuna á Landspítalanum. Þorbjörn segir aðbúnað spítalans, launakjör og mikið vinnuálag verða til þess að yngra fólk sem búið er að sérmennta sig erlendis sé síður tilbúið að koma heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert