Þúsundir í Dalnum

„Ég hef aldrei séð annan eins fjölda á leiðinni inn í Dalinn eins og í kvöld,“ segir Pétur Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is.

Kvöldvaka hófst kl. 20:30 í Herjólfsdal og eru Bubbi og Páll Óskar á meðal þeirra sem halda uppi fjörinu. Klukkan 23:15 hefst svo brekkusöngurinn sem Ingó Veðurguð mun leiða að þessu sinni.

„Ég er alveg viss um að það koma yfir 15.000 manns,“ segir Pétur sem stendur vaktina í kvöld. Hann segist ennfremur eiga von á frábærri stemningu enda 99,9% þjóðhátíðargesta til fyrirmyndar.

Aðspurður segir hann að dagurinn hafi gengið vel að Herjólfur hafi flutt fjölmarga gesti á öllum aldri til Eyja í dag. „Það eru allir glaðir og kátir enda er búin að vera sól og blíða hérna í allan dag,“ segir Pétur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert