Sameinuð í sorg

Ættingjar og vinir mannanna komu saman í Glerárkirkju.
Ættingjar og vinir mannanna komu saman í Glerárkirkju. mbl.is/Skapti

Fjölmenni var á samverustund í Glerárkirkju í gærkvöldi til að minnast Páls Steindórs Steindórssonar flugstjóra og Péturs Róberts Tryggvasonar, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns, en þeir fórust í flugslysinu við rætur Hlíðarfjalls á mánudag.

Að sögn Örnu Ýrar Sigurðardóttur, prests í Glerárkirkju, er mikil sorg í samfélaginu nyrðra.

„Það er líka mikil samstaða. Mikið af ættingjum og vinum Páls Steindórs og Péturs Róberts komu saman. Margir stöldruðu við eftir athöfnina og þáðu spjall hjá sjálfboðaliðum Rauða krossins.“

 Finnum fyrir sorg annarra

„Ég talaði um hvað það væri mikilvægt að við sýndum hvert öðru umhyggju, kærleika og samstöðu. Við finnum það vel þegar eitthvað svona gerist að við erum öll tengd. Við finnum til hvert með öðru og finnum fyrir sorg annarra, þótt við sjálf séum ekki að verða fyrir missi. Það er mjög dýrmætt og er eitt af því sem gerir okkur að manneskjum. Það var mikilvægt að koma saman og styrkja hvert annað,“ segir Arna Ýrr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert