Kínverskir fjárfestar vildu reisa stórt minkabú hérlendis

mbl.is/Kristinn

Umboðsmaður hóps kínverskra fjárfesta hafði nýlega samband við Einar E. Einarsson, loðdýraræktarráðunaut Bændasamtakanna, vegna áhuga hópsins á að reisa minkabú hér á landi.

„Þeir ætluðu að byggja hér bú sem væri stærra en öll framleiðsla sem er til staðar á landinu í dag,“ útskýrir Einar og telur að a.m.k. 50.000 fermetra hús þyrfti fyrir minkabú af slíkri stærðargráðu. Hann segir slíka fjöldaframleiðslu geta minnkað gæði skinnanna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Einar tjáði umboðsmanninum að hann teldi starfsemina of stóra fyrir íslenskan markað og telur að hópurinn hafi í kjölfarið hætt við áform sín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert