Katrín fór í atvinnuviðtal á Landspítalanum í gær

Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga.
Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga.

Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, fór í atvinnuviðtal á Landspítala í gærmorgun. Þetta staðfestir Katrín í samtali við Morgunblaðið.

„Ég fór í atvinnuviðtal þar sem viðstaddir voru staðgengill forstjóra og deildarstjóri,“ segir Katrín sem bætir við að henni hafi verið tjáð að líklegast verði haft samband við hana eftir helgina.

Katrínu var sagt upp störfum hjá Landspítalanum, eftir 33 ára starfsferil hjá stofnuninni, hinn 2. maí síðastliðinn. Í viðtali við Morgunblaðið hinn 25. maí sl. sagði Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, að starf Katrínar hefði verið lagt niður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert