Hópar takast á við skuldavandann

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Morgunblaðið/Kristinn

Forsætisráðherra skipaði í dag eftirtalda einstaklinga í sérfræðingahópa um skuldavanda heimila í samræmi við þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi sem samþykkt var á Alþingi í lok júní sl.:

Sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingasjóðs: 
Dr. Sigurður Hannesson, stærðfræðingur, formaður.
Dr. Arnar Bjarnason, hagfræðingur
Einar Hugi Bjarnason, hrl.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, hdl.
Lilja Alfreðsdóttir, alþjóðahagfræðingur
Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneyti
Sigurður Guðmundsson, skipulagsfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti

Sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum:
Ingibjörg Ingvadóttir, hdl, formaður
Hafdís Ólafsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti
Iða Brá Benediktsdóttir, viðskiptafræðingur
Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneyti
Tómas Brynjólfsson, hagfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti
Valdimar Ármann, hagfræðingur/fjármálaverkfræðingur
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert