Kastaði af sér vatni á gólfið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að veitingastað í miðborginni skömmu eftir miðnætti í nótt. Karlmaður hafði komið inn á veitingastaðinn, kastað af sér vatni á gólfið og yfirgefið staðinn í kjölfarið.l Manninum varð hins vegar á að missa ökuskírteinið sitt þegar hann hafði þvaglát. Var því auðvelt fyrir lögreglu að hafa upp á honum.

Þá var erlendur ferðamaður handtekinn fyrir utan veitingahús í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Manninum hafði verið neitað um inngöngu vegna ölvunar og veittist hann þá að dyravörðum. Hann var snúinn niður og var í tökum þegar lögreglumenn komu að. 

Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem rætt var við hann. Þegar reyna átti að koma honum á hótelið þar sem hann gistir kom úr krafsinu að hann vildi frekar gista í fangaklefa og varð það úr.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert