Kona á sjötugsaldri stakk af

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um umferðarslys í Vesturbænum snemma í gærkvöldi. Sá sem tilkynnti greindi auk þess frá því að ökumaðurinn hefði stungið af eftir að hafa ekið á.

Umræddur ökumaður reyndist kona á sjötugsaldri og hafði lögregla hendur í hári hennar. Hafði hún ekki aðeins valdið umferðarslysi heldur var hún einnig ölvuð undir stýri. Var hún því handtekinn og ekki látin laus aftur fyrr en að lokinni sýna- og skýrslutöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert