Fyrsti Íslendingurinn í Evrópustjórn WOSM

Hulda Sólrún Guðmundsdóttir
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir

Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og formaður alþjóðaráðs Bandalags íslenskra skáta, var í dag kosin í sex manna Evrópustjórn alþjóðahreyfingar skáta (World Organisation of the Scout Movement).

Um 1,6 milljón skáta eru starfandi í 41 Evrópulandi og hefur þeim fjölgað mikið á undanförnum árum.

Hulda hefur setið í stjórn BÍS frá árinu 2006 og verið formaður eins af kjarna vinnuhópum Evrópustjórnar WOSM síðast liðin 3 ár.

Hulda er fyrsti íslendingurinn til þess að setjast í Evrópustjórn WOSM, en áður hafa þrír íslendingar setið í Evrópustjórn alþjóðasamtaka kvenskáta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert