Ekki heimilt að hafa fleiri en tvo ketti á hverju heimili

Kettir eru bæði vinsæl húsdýr sem óvinsæl.
Kettir eru bæði vinsæl húsdýr sem óvinsæl.

Ekki er heimilt að hafa fleiri en tvo ketti, eldri en fjögurra mánaða, á sama heimili samkvæmt nýrri kattasamþykkt í Dalvíkurbyggð.

Þá er eigendum katta skylt að koma í veg fyrir að kettirnir séu á flækingi utandyra frá miðnætti til klukkan sjö að morgni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir íbúa í Dalvík vera orðna þreytta á kattafári. „Þónokkrar kvartanir hafa borist vegna katta. Fólk hefur áhyggjur af því að þeir séu að skíta í sandkassa og vill vernda börnin sín. Sveitarfélagið setur svona reglur til þess að hafa eitthvað í höndunum og koma í veg fyrir að kettir verði of margir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert