Vill refsiaðgerðir gegn Íslandi í haust

Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands.
Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands.

Evrópusambandið verður að grípa til refsiaðgerða gegn Íslendingum í haust að sögn Simons Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands. Þetta kemur fram á fréttavef írska dagblaðsins Irish Examiner í dag.

Ráðherrann sakar Evrópusambandið um að hafa ekki brugðist of hratt við veiðum Íslendinga og Færeyinga sem stofni makrílstofninum í mikla hættu. Þeim hafi verið boðin samanlagt 15% makrílkvótans en hafnað því. Þá segir hann Íslendinga og Færeyinga ekki haft gert neina raunverulega tilraun til þess að ná samningum í makríldeilunni og farið fram á „fáránlega hátt hlutfall“ kvótans. Framkvæmdastjórn sambandsins ætti þó eftir að grípa til refsiaðgerða gegn Íslandi.

„Ég myndi vilja sjá það gerast á morgun en það mun taka aðeins lengri tíma en það. En það verður sannarlega að gerast í haust,“ er haft eftir honum.

Frétt Irish Examiner

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert