Vill draga ESB-umsóknina til baka

Davíð Þorláksson, formaður SUS.
Davíð Þorláksson, formaður SUS.

„Það væri galið að standa í aðildarviðræðum þegar báðir stjórnarflokkarnir hafa það á stefnuskrá sinni að standa utan ESB og það er hvorki vilji til þess hjá meirihluta þingsins né þjóðarinnar að ganga í sambandið.“

Þetta segir Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), á Facebook-síðu sinni í dag vegna umræðu síðustu daga um það með hvaða hætti ríkisstjórnin hyggist taka á umsókninni um inngöngu í Evrópusambandið.

Davíð segir að óþarft sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þegar staða mála er með þessum hætti. „Eina vitið er að draga umsóknina til baka og fara að einbeita sér að endurreisn og uppbyggingu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert