Lifnað hefur yfir hrefnuveiðum

Hrefna í Faxaflóa.
Hrefna í Faxaflóa. mbl.is/Jim Smart

Heldur lifnaði yfir hrefnuveiðum í síðustu viku og var fimm dýrum landað, þrjár þeirra veiddust í Faxaflóa og tvær í Ísafjarðardjúpi.

Alls hafa 35 hrefnur veiðst í sumar og er það svipað og í fyrra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna, segist gera sér vonir um að alls verði veidd rúmlega 40 dýr í ár, en til að anna vaxandi markaði í verslunum og veitingahúsum allt árið þyrfti veiðin að vera yfir 50 dýr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert