Þjóðaratkvæði eða ákvörðun um að hætta

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, …
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ekki er pólitískur vilji hjá núverandi stjórnarflokkum um að ganga í ESB. Þegar svo stendur á er einungis um tvennt að ræða. Að þingið álykti um að hætta aðildarviðræðum og aðlögun eða að kosið verði um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort þjóðin vilji í ESB.“

Þetta segir Byrnjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag. Tilefnið er umræða undanfarið um það hver sé stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum og hvernig hún hyggist taka á umsókninni um inngöngu í Evrópusambandið sem var send sumarið 2009 í tíð síðustu ríkisstjórnar. Hann segir vandamálið hafa byrjað með því að fyrri ríkisstjórnarmeirihluti hafi sótt um inngöngu í sambandið „án þess að spyrja þjóðina og án þess að pólitískur vilji væri hjá báðum stjórnarflokkunum.“

Brynjar segir að ef tekin yrði ákvörðun um að halda þjóðaratkvæði og niðurstaða þess yrði að þjóðin vildi ganga í Evrópusambandið yrði „aðlögunni haldið áfram og samið um það hve langan tíma það skuli taka. Annað er ekki í svokölluðum "pakka" og allt tal um að kíkja í þennan pakka er bara til að rugla fólk.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert