Brennisteinslykt við Goðdali

Gunnar Sigurðsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni, við vatnamælingar
Gunnar Sigurðsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni, við vatnamælingar

Veðurstofunni barst tilkynning í morgun um óvenjulegan lit á Vestari-Jökulsá í Skagafirði (á upptök í NV-Hofsjökli). Mælir Veðurstofunnar á Goðdalabrú staðfestir að ekki sé um vatnavexti í ánni að ræða en sjónarvottar segja ána grugguga eins og steypu og ennfremur finnist brennisteinslykt í grennd við Goðdali.

Ekki er vitað hvað skýrir litinn. Búið er að senda tvo menn á svæðið til að taka sýni og kanna aðstæður.

Nokkrar skýringar hafa verið nefndar í tengslum við þennan atburð: aurskriða, jökulhlaup úr Sátujökli (Hofsjökli) eða framhlaup í jöklinum, en engin þeirra hefur verið staðfest.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert