Fyrst og síðast mannlegur harmleikur

Bréfið frá ríkissaksóknara
Bréfið frá ríkissaksóknara mbl.is

Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál á hendur Sigurði Inga Þórðarsyni, Sigga hakkara, en hann var kærður fyrir að reyna kúga út úr Nóa Síríus fé. Forsvarsmenn Nóa Síríus segja málið fyrst og síðast mannlegan harmleik þeirra sem í hlut eiga.

Sigurður Ingi birti bréf frá ríkissaksóknara á samskiptavefnum Twitter. Þar kom fram að hann hafi verið kærður fyrir tilraun til að kúga fé út úr Nóa Síríus í lok janúar og byrjun febrúar 2012. Ákveðið hafi hins vegar verið að fella málið niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. 

Nói Síríus hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í henni er staðfest að gert var tilraun til að kúga fé af fyrirtækinu. „Gefið var í skyn að reynt yrði að valda Nóa Síríus tjóni nema greidd væri tiltekin upphæð. Tilraunin var viðvaningsleg og aldrei var nein hætta á ferðum.“

Þrátt fyrir að háttsemin hafi verið klaufaleg þótti stjórnendum fyrirtækisins hún algjörlega óviðunandi og var því leitað umsvifalaust til lögreglunnar. „Lögreglan á hrós skilið fyrir að bregðast skjótt við og málið er nú í eðlilegum farvegi hjá ríkissaksóknara. En fyrst og síðast er þetta mannlegur harmleikur þeirra sem í hlut eiga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert