Telur álitið grafa undan stöðu Alþingis

Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi fulltrúi flokksins í forsætisnefnd Alþingis hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögfræðiálits sem Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, lagði fram á fundi utanríkismálanefndar þingsins um gildi þingsályktana gagnvart stjórnvöldum. Bréfið er stílað á Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis en þar segir:

„Með tölvupósti þessum óska ég eftir fundi í forsætisnefnd Alþingis við fyrsta tækifæri til að ræða lögfræðiálit sem utanríkisráðherra lagði fram á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun, þar sem mér virðist að þetta lögfræðiálit og skoðun utanríkisráðherra Gunnars Braga Sveinssonar grafi undan stöðu Alþingis við stefnumótun í utanríkismálum,  og gildi þingsályktana almennt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert