Vantar 58 leikskólakennara

Leikskólar í Reykjavík
Leikskólar í Reykjavík mbl.is/Árni Sæberg

Um þessar mundir er verið að ganga frá ráðningum í marga skóla og á frístundaheimili í borginni. Alls á eftir að ráða í 75 stöðugildi í leikskólum, þar af 58 leikskólakennara. 23 á eftir að ráða í grunnskólana, þar af 5 kennara.

Um 60 starfsmenn vantar í frístundastarf, en yfirleitt er um 50% störf að ræða. Undanfarin ár hafa flestar ráðningar á frístundaheimili átt sér stað í síðustu viku ágústmánaðar.

Á sama tíma í fyrra átti eftir að ráða í 95 stöðugildi í leikskólum og 42 í grunnskólum og þann 23. ágúst 2012 vantaði 95 starfsmenn í frístundaheimili. Þá gekk vel að ráða í lausar stöður og má búast við því að sú verði raunin þetta haustið, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Bið eftir leikskóla lengst í Breiðholti


Alls hefur 3.501 umsókn borist um frístundaheimili auk 91 umsóknar í frístundaklúbba fyrir fötluð börn og ungmenni. Þann 19. ágúst hafði 2.561 barn verið tekið inn í frístundaheimili og 50 í frístundaklúbba. Á biðlista eru því 981. Á sama tíma árið 2012 voru 781 á biðlista en þá voru umsóknir einnig færri en nú.

Þann 21. ágúst 2013 voru 5.916 börn í leikskólum Reykjavíkurborgar en heildarfjöldi plássa er 5.997. Þessa dagana er aðlögun barna í fullum gangi. Öll börn fædd 2011 eða fyrr sem höfðu sótt um leikskólapláss hjá Reykjavíkurborg í vor hafa fengið vistun í leikskóla, en lengst bið hefur verið eftir leikskólaplássi í Breiðholti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert