Meira en helmingur fanga þunglyndur

Fangelsið á Litla-Hrauni.
Fangelsið á Litla-Hrauni.

Meira en helmingur íslenskra fanga í fangelsum á Íslandi telur sig glíma við þunglyndi og um þriðjungur þeirra segist hafa reynt að fremja sjálfsvíg á ævinni.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn Boga Ragnarssonar, doktorsnema í félagsfræði við Háskóla Íslands, en um hana er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Geðlæknir sem starfaði á Litla-Hrauni telur að betur megi standa að geðheilbrigðisþjónustu á Litla-Hrauni þar sem stærstur hluti fanga á Íslandi er vistaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert