Þingið kemur saman 10. september og starfar í sex daga

mbl.is/Eggert

Formenn þingflokkanna komu saman til fundar í gær, þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, kynnti þinghaldið, sem hefst 10. september nk.

Þingið mun starfa í sex daga í september, eða til 18. september, þegar því verður slitið. „Það sem fyrir liggur er að Hagstofumálið frá forsætisráðuneytinu mun vera tekið fyrir. Þá verða önnur hefðbundin störf, með óundirbúnum fyrirspurnum og umræðu um störf þingsins,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, um fundinn.

Nýtt þing verður sett 1. október. Fjármálaráðherra mun þá mæla fyrir fjárlagafrumvarpinu og tekjufrumvarpinu strax í upphafi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert