Vilja fá rökstuðning frá LSH

Ólga er á Landsspítalanum vegna málefna geislafræðinga.
Ólga er á Landsspítalanum vegna málefna geislafræðinga. mbl.is/Eggert

Mikil óánægja er meðal geislafræðinga með að ekki sé enn búið að ráða formann Félags geislafræðinga á röntgendeild Landspítalans. Þetta kom fram á fjölmennum fundi geislafræðinga í vikunni.

Katrínu Sigurðardóttur, formanni félagsins, hefur verið boðin staða innan spítalans en ekki á röntgendeild þar sem hún starfaði áður.

„Við viljum að þeir færi rök fyrir þessari ákvörðun sinni. Svarið sem kemur frá þeim er á þá leið að ekki sé nein staða laus á röntgendeild, en fólkið sem vinnur þar finnur fyrir því að vöntun er á starfsfólki. Okkur finnst þetta veik rök fyrir því að ráða ekki manneskju með yfir 30 ára reynslu,“ segir Harpa Dís Birgisdóttir, geislafræðingur og varaformaður Félags geislafræðinga, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert