Yfir 60.000 undirskriftir

Skjáskot af vefnum lending.is þar sem undirskriftarsöfnunin fer fram.
Skjáskot af vefnum lending.is þar sem undirskriftarsöfnunin fer fram.

Alls hafa yfir 60.000 undirskriftir safnast á vefnum lending.is sem félagið Hjartað í Vatnsmýri, sem var stofnað 8. júlí sl., stendur fyrir.

Á síðunni er skorað á borgarstjórn og Alþingi að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar.

Friðrik Pálsson, sem er einn aðstandenda félagsins, hefur sagt að ef allir þættir málsins séu skoðaðir þá sé það deginum ljósara að ekki sé hægt að leggja niður starfsemi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni.

„Þetta er okkar aðalsamgöngumannvirki, þetta er okkar járnbrautarstöð og það dettur engum í hug að hrófla við slíkum mannvirkjum og samgöngutækjum neins staðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert