Baldur í baráttu við Kára og Ægi

Það tók smá tíma fyrir Baldur að komast frá höfninni …
Það tók smá tíma fyrir Baldur að komast frá höfninni vegna veðursins. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Veðurspáin ætlar að ganga eftir varðandi Breiðafjörðinn. Eftir hádegið fór að hvessa í Stykkishólmi. Það hefur verið hvöss vestanátt, 16-18 metrar á sek.

Stykkishólmshöfn er mjög skjólgóð höfn í öllum áttum nema vestanátt og því er ókyrrð í höfninni á meðan veðrið gengur yfir. Ferjan Baldur fór í sína áætlunarferð kl. 15 og tók smátíma að komast  út úr höfninni vegna veðursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert