Moldrok og rykmistur á Austfjörðum

Töluvert moldrok hefur verið í dag á Austfjörðum í dag og þykkt rykmistur er við Fáskrúðsfjörð. Óðinn Magnason á Fáskrúðsfirði segir að rykið sé svo þykkt að menn bryðji það því það smýgur allsstaðar inn, bæði um glugga og varir. 

Hann segir veður standa að norðvestan og að rykið sé sennilega úr lóni Kárahnjúkavirkjunar og hafi fokið upp úr því í sumar. Lónið er fullt um þessar mundir. „Það sést líka á sköflunum í botni fjarðarins, þeir eru orðnir gráir af rykinu. Ég held að þetta sé mold miklu frekar en aska,“ sagði Óðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert