Tilskipun kaþólsku kirkjunnar andstæð lögum

Landakotskirkja
Landakotskirkja mbl.is/ÞÖK

Í almennri tilskipun sem kaþólska kirkjan sendi frá sér í dag í tilefni af svartri skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar, sem lögð var fyrir biskup í byrjun vikunnar, segir að prestar megi ekki tilkynna barnaverndaryfirvöldum um brot sem þeir komast að í skriftastóli.

Í V. kafla tilskipunarinnar er fjallað um tilkynningarskyldu presta og annarra starfsmanna kirkjunnar verði þeir varir við ofbeldi gegn börnum í störfum sínum. Í C-lið V. kafla tilskipunarinnar segir hins vegar:

Þetta breytir hvorki þagnarskyldunni hvað skriftir varðar né ströngum refsingum kirkjulaga við broti á henni.

Þar segir einnig að innsigli skriftanna sé órjúfanlegt og að  presti sé aldrei heimilt að tala um það sem hann heyrir við skriftir. Hins vegar verður skriftafaðir, sem öðlast vitneskju um ofbeldi eða misnotkun í viðræðum við skriftabarnið við skriftirnar, að stuðla að sannri og réttlátri sektarkennd og að skriftafaðirinn ætti einnig að gera það sem hann getur til að koma í veg fyrir að þetta atferli endurtaki sig.

Í tilskipuninni segir jafnframt að skriftafaðirinn verði að fá skriftabarnið til að samþykkja að það sé bæði rétt og viðeigandi – og fá óskorað samþykki þess fyrir því – að skriftabarnið komi upplýsingum, utan skriftastólsins, til ábyrgs aðila eða stofnunar (til að mynda lögreglu, Barnaverndarstofu eða jafnvel skriftaföðurins sjálfs – utan skriftastólsins – svo að hann geti leitt málið áfram).

Andstætt barnaverndarlögum

Í 16. grein barnaverndarlaga um tilkynningarskyldu almennings segir að öllum sé skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu.

Þá segir í 17. grein að hverjum þeim, sem hafi afskipti af börnum, sé skylt að tilkynna brot þau sem tilgreind eru í 16. grein til barnaverndarnefndar. Í greininni eru ýmsar starfsstéttir taldar upp, og eru prestar þar á meðal. Í lokamálsgrein greinarinnar er tekið fram að þessi tilkynningarskylda gangi framar ákvæðum laga eða siðareglna umþagnarskyldu viðkomandi starfsstétta.

Í 96. grein barnaverndarlaga segir að ef maður lætur hjá líða að tilkynna barnaverndarnefnd um svo illa meðferð eða slæman aðbúnað barns að lífi þess eða heilsu sé hætta búin þá varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.

Af þessu má slá því föstu að tilskipun kirkjunnar gengur í berhögg við gildandi lög á Íslandi.

Skammarleg og hneykslanleg brot

Tilskipunin í heild

Barnaverndarlög

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert