Tveir borgarfulltrúar vilja flugvöll í Vatnsmýri

Reykjavíkurflugvöllur
Reykjavíkurflugvöllur mbl.is/Eggert

Aðeins tveir þeirra ellefu borgarfulltrúa sem Reykjavík vikublað spurði út í afstöðu til staðsetningar Reykjavíkurflugvallar vilja hann áfram í Vatnsmýrinni. Einn sagði rétt að kanna málið betur áður en ákvörðun yrði tekin.

Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvarsson lýstu báðir þeirri skoðun sinni að vilja völlinn áfram þar sem hann er. Aðrir sem svöruðu vildu hann burt fyrr eða síðar. Júlíus slær því föstu að komandi borgarstjórnarkosningar muni að megninu til snúast um flugvöllinn og legu hans. Hann segir í viðtali við blaðið að aðalskipulagstillagan sem nú liggur fyrir sé misheppnað.

Í blaðinu kemur einnig fram að allir borgarfulltrúar minnihlutans hyggjast bjóða sig fram aftur. Borgarfulltrúar meirihlutans sögðust hins vegar ekki hafa gert upp hug sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert