Nýr ráðherra kynntur fljótlega

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni að nýr ráðherra, sem verður fimmti ráðherra Framsóknarflokksins og tíundi ráðherra nýverandi ríkisstjórnar, yrði fljótlega kynntur til leiks.

Nú eiga níu ráðherrar sæti í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs; fimm úr röðum Sjálfstæðisflokksins og fjórir úr röðum Framsóknarflokksins. 

„Það kemur að því fljótlega. Það er ekki búið að tímasetja það; það veltur svolítið á hvernig vinnu vindur fram við að skoða verkaskiptingu á milli ráðuneyta. En það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer með - meðal annars - umhverfismál,“ sagði Sigmundur Davíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert